Einstakt ár Hrafnhildar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2015 06:00 Hrafnhildur er hér einbeitt á svip að búa sig til keppni á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ásvallalaug. Fréttablaðið/Anton Árið 2015 hefur verið frábært fyrir íslenskar sundkonur. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa stimplað sig rækilega inn á alþjóðavísu og geta bætt um enn betur áður en árið er úti. Eygló verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fer fram í Ísrael í byrjun næsta mánaðar en báðar keppa svo í „Duel in the Pool“ – nokkurs konar Ryder-keppni sundsins – þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi í Indianapolis. Uppgangur Hrafnhildar á árinu hefur verið eftirtektarverður. Hrafnhildur, sem varð 24 ára í sumar, stórbætti sig í bæði bringusundi og fjórsundi jafnt og þétt allt árið. Alls urðu Íslandsmetin hennar 20 talsins – þar af fjórtán ný Íslandsmet í einstaklingsgreinum. Stóru áfangar ársins er að verða fyrsta íslenska konan sem syndir til úrslita á HM í 50 m laug og annar íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló varð fyrst til þess í mars á þessu ári. Svo kom Íslandsmeistaramótið í 25 m laug um síðustu helgi þar sem Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þremur fjórsundsgreinunum sem og 100 m bringusundi. Þá jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi. Þetta gerði hún þrátt fyrir að vera ekki komin með fullan hraða að eigin sögn þar sem hún er að miða við að toppa í Indianapolis um miðjan næsta mánuð. Jacky Pellerin er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé afar ánægður með framgöngu Hrafnhildar á árinu. Miklu máli skiptir að hún hafi nú lokið keppnisferli sínum með háskóla sínum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvelur reyndar enn en æfir þess í stað með úrvalshópi sundmanna, sem stefna á að ná langt á leikunum í Ríó næsta sumar. „Hún fékk við skiptin nýjan þjálfara og hún hefur náð betra sambandi við hann. Undir hans leiðsögn hefur hún styrkt sig mikið enda sér maður á henni að hún er bæði í betra líkamlegu formi og með meira sjálfstraust,“ segir Pellerin. Sjálf hefur Hrafnhildur sagt að hún viti ekki hvað taki við hjá sér eftir leikana í Ríó en Pellerin grunar að það gæti orðið hennar síðasta alþjóðlega stórmót. „Kannski er það rangt hjá mér en það er það sem mig grunar miðað við það sem ég hef sjálfur heyrt frá henni. En kannski hættir hún við að hætta.“ Hann segir augljóst að bætingarnar á árinu og ekki síst núna á ÍM 25 í nóvember megi rekja til þess að henni líði vel í sínu umhverfi. „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Það verður allt mun auðveldara þegar allt er jákvætt í kringum mann og manni líður vel. Það hefur mjög mikið að segja.“ Miðað við velgengni íslenskra sundkvenna á árinu sem er að líða er góðs að vænta á næsta ári, þar sem hápunkturinn verður sundkeppnin á Ólympíuleikunum í Ríó. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Árið 2015 hefur verið frábært fyrir íslenskar sundkonur. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa stimplað sig rækilega inn á alþjóðavísu og geta bætt um enn betur áður en árið er úti. Eygló verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fer fram í Ísrael í byrjun næsta mánaðar en báðar keppa svo í „Duel in the Pool“ – nokkurs konar Ryder-keppni sundsins – þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi í Indianapolis. Uppgangur Hrafnhildar á árinu hefur verið eftirtektarverður. Hrafnhildur, sem varð 24 ára í sumar, stórbætti sig í bæði bringusundi og fjórsundi jafnt og þétt allt árið. Alls urðu Íslandsmetin hennar 20 talsins – þar af fjórtán ný Íslandsmet í einstaklingsgreinum. Stóru áfangar ársins er að verða fyrsta íslenska konan sem syndir til úrslita á HM í 50 m laug og annar íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló varð fyrst til þess í mars á þessu ári. Svo kom Íslandsmeistaramótið í 25 m laug um síðustu helgi þar sem Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þremur fjórsundsgreinunum sem og 100 m bringusundi. Þá jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi. Þetta gerði hún þrátt fyrir að vera ekki komin með fullan hraða að eigin sögn þar sem hún er að miða við að toppa í Indianapolis um miðjan næsta mánuð. Jacky Pellerin er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé afar ánægður með framgöngu Hrafnhildar á árinu. Miklu máli skiptir að hún hafi nú lokið keppnisferli sínum með háskóla sínum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvelur reyndar enn en æfir þess í stað með úrvalshópi sundmanna, sem stefna á að ná langt á leikunum í Ríó næsta sumar. „Hún fékk við skiptin nýjan þjálfara og hún hefur náð betra sambandi við hann. Undir hans leiðsögn hefur hún styrkt sig mikið enda sér maður á henni að hún er bæði í betra líkamlegu formi og með meira sjálfstraust,“ segir Pellerin. Sjálf hefur Hrafnhildur sagt að hún viti ekki hvað taki við hjá sér eftir leikana í Ríó en Pellerin grunar að það gæti orðið hennar síðasta alþjóðlega stórmót. „Kannski er það rangt hjá mér en það er það sem mig grunar miðað við það sem ég hef sjálfur heyrt frá henni. En kannski hættir hún við að hætta.“ Hann segir augljóst að bætingarnar á árinu og ekki síst núna á ÍM 25 í nóvember megi rekja til þess að henni líði vel í sínu umhverfi. „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Það verður allt mun auðveldara þegar allt er jákvætt í kringum mann og manni líður vel. Það hefur mjög mikið að segja.“ Miðað við velgengni íslenskra sundkvenna á árinu sem er að líða er góðs að vænta á næsta ári, þar sem hápunkturinn verður sundkeppnin á Ólympíuleikunum í Ríó.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti