„Þeir eru komnir aftur í gang“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2015 17:45 GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn. Gametíví Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn.
Gametíví Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira