„Mér finnst fólk alls ekki vera nógu mikið í kaðlapeysum og inniskóm og fyrir því viljum við berjast. Auk þess sem að klementínan á sitt prívat lag sem er auðvitað bara ósanngjarnt fyrir mandarínuna," útskýrir Sigríður, en lagið heitir Myrkur og mandarínur.
„En það sem ég myndi segja að væri skemmtilegast við þetta lag og skapaði því hvað mesta sérstöðu er kaflinn þegar ,,the human french horn“ kemur inn með sóló. Það eru sem sagt við Vala að leika franskt horn þar sem við nenntum ekki að hafa fyrir því að finna horn leikara. Enda komumst við að því að það er algjör óþarfi, þetta kemur svo agalega vel út."
Hér má hlýða á lagið.