Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið núna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 09:41 Veðurvakt Vísis verður í gangi í allan dag. Vísir/Vilhelm Óveður er að skella á landinu og hefur lögreglan varað fólk við því að vera á ferðinni á illa búnum bílum. Stormurinn er kominn á land á Suðurnesjum og mun fara yfir landið allt í dag. Hér munum við flytja helstu fréttir af veðrinu og verður síðan uppfærð eftir því sem við á. Helstu atriði eins og staðan er núna:Heldur hefur dregið úr vindi á Suðvesturhorni landsinsStormurinn er farinn að gera vart við sig Norðan- og AustanlandsLögregla og björgunarsveitir hafa losað um 50 bíla úr snjó í dag135 björgunarsveitarmenn eru að störfum í borginni16:15 Nú snjóar talsvert á höfuðborgarsvæðinu en mikið hefur dregið úr vindi. Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að engin þörf sé á að sækja grunnskólabörn í skóla og óhætt sé að leyfa þeim að ganga heim að loknum skóladegi. Þá ganga strætisvagnar samkvæmt áætlun á höfuðborgarsvæðinu en á vefsíðu Strætó eru eftirfarandi upplýsingar gefnar varðandi ferðir annarra vagna:Leið 57: frá Akureyri 16:20 fellur niður, ferðin 17:30 frá Reykjavík fer einungis til BorgarnessLeið 57: Farið verður frá Akranesi 15:53 í dag en ferðin á milli Borgarness og Akraness 15:23 fellur niður.Leið 57: Ferðin frá Mjódd kl.15:30 í Borgarnes er á áætlunLeið 51/52: Ferðin sem fara átti 15:08 frá Hvolsvelli til Reykjavíkur fellur niður, allar aðrar ferðir eru á áætlun.Ferð 72: 14:50 fellur niður vegna veðurs, stefnt er á ferðina 16:02 frá SelfossiLeið 55: Ferðirnar kl. 13:42 frá Reykjanesbæ og 14:23 frá Reykjavík eru á áætlun.Leið 6: Búið er að opna Skólaveginn, þannig að leið 6 ekur eðlilega.Leið 51: Ferðin frá Höfn 11:55 fellur niður, aðrar ferðir eru á áætlun.Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með fréttum, en þær verða uppfærðar í rauntíma á forsíðu strætó, www.straeto.is og á facebook-síðu strætó.Herjólfur siglir í Þorlákshöfn seinnipartinn. Ferðir til móts við ferjuna fara frá BSÍ kl. 17:15 og MJódd kl. 17:30. 14:26Þrátt fyrir vonskuveður hefur dagurinn í Reykjavík í dag gengið vonum framar, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hafi tekið tilmælum lögreglu og björgunarsveita afar vel. Viðtal við Eyþór má lesa hér.13:52Tekið er að blotna í snjónum á láglendi sunnan- og suðvestanlands og við það minnkar snjófjúk til muna. Byrjað er að lægja en nokkuð þétt logndrífa verður áfram víða suðvestanlands fram á síðdegið. Þá mun lægja mikið á milli klukkan 14 og 16 norðvestantil, hins vegar mun veður versna norðaustan- og austanlands með vaxandi vindi og skafrenningi. Nánar hér. 13.02 Vindurinn virðist vera farinn úr veðrinu en óveðrið sem Veðurstofan og lögregluembætti höfðu varað við virðist vera búið að ná hámarki Suðvestanlands. Farið er að bæta í vind fyrir Norðan og Austan. 11.52 Sautján útköll hafa borist lögreglu og hjálparsveitum í dag vegna veðursins. 135 björgunarsveitarmenn standa vaktina en auk þess er lögreglan með 15 ökutæki úti á höfuðborgarsvæðinu að sinna verkefnum. 11.43 Veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir.11.18Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Hvort veðrið verði jafn slæmt og á þessari mynd, sem er úr safni, skal ósagt látið.Vísir/Stefán10.46Strætó hefur uppfært upplýsingar um strætóleiðir sem falla niður vegna veðursins. Ófært er orðið í efri hverfum í Grafravogi, þannig að leið 6 ekur ekki upp í Engi. Óvirkar biðstöðvar eru: Borgarholtsskóli, Skólavegur, Laufengi og Borgarvegur. Öllum ferðum með leið 57 hefur verið aflýst þar til veðrið gengur niður, þar á meðal ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Sama gildir um leið 55, það er að ferðum hefur verið aflýst. Ferðin frá Höfn með leið 51 klukkan 11.55 fellur niður en aðrar ferðir eru á áætlun og þar sem ferðir Herjólfs falla niður í dag verða engar strætóferðir til Þorlákshafnar.10.27 Óveðrið er farið að segja til sín á höfuðborgarsvæðinu og er tilkynningum til lögreglu um fasta bíla farið að fjölga frá því sem var í morgun. Það hefur þó gengið vel og virðist fólk hafa farið að tilmælum lögreglu um að fara ekki út í umferðina á illa búnum bílum. 10.06 Fá skip eru á sjó í dag og nánast engir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga eru eingöngu stærri fiskiskip og flutningaskip á sjó í dag. Búist er við stormi á flestum miðum í dag.10.03 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið bærilega það sem af er morgni að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að svo virðist vera sem að fólk hafi farið að tilmælum að fara ekki af stað nema af brýnni nauðsyn og á ágætlega útbúnum bílum.Í augnablikinu er afleitt skyggni, hálka og skafrenningur á Grindavíkurvegi, 15m/s. Á Reykjanesbraut er mikið hvassviðri...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Tuesday, December 1, 20159.59Lögreglan mælir gegn því að foreldrar hringi í börnin sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Veður á enn eftir að versna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eitthvað hafi borið á þesskonar símtölum til grunnskólabarna í dag. 9.36 Heimaþjónusta í Kópavogi fellur niður að mestu fyrir hádegi í dag vegna veðurs og verður dagþjónasta í Roðasölum lokuð í dag. Skólar eru opnir en bærinn biðlar til foreldra að fylgjast með veðri, tilkynningum og fréttum.9.35Ferðaþjónustubílar Strætó munu eingöngu sinna farþegum sem þurfa að komast heim í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að farþegar verði ekki sóttir í heimahús til að fara í vinnu eða aðra þjónustu vegna óvissu um að komast heim aftur í tíma.9.32Mótmælum Öryrkjabandalags Íslands sem boðuð höfðu verið fyrir utan stjórnarráðið í dag hefur verið aflýst vegna veðursins. Búið var að auglýsa viðburðinn á Facebook en í tilkynningu frá bandalaginu hefur hann verður færður til fimmtudags. 8.50 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, þar á meðal á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Farið er að hvessa á Suðurnesjum og óveður og slæmt skyggni er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. 8.21 Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu – enda minni veðrið um margt á óveðrið sem geisaði hér í mars fyrir rúmum tveimur árum. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. Veðrið á að ná hámarki um hádegisbil á höfuðborgarsvæðinu. Þá heldur lægðin áfram yfir landið og landsbyggðin fær að finna gustinn.Vísir/Auðunn8.20 Um 120 björgunarsveitarmenn eru nú í viðbragðsstöðu í húsnæðum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og bíða verkefna. Einhverjir eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins. 7.44 Búið er að aflýsa tveimur flugferðum í dag, til Húsavíkur og Vestmannaeyja, vegna veðurs. Allar aðrar flugferðir virðast þó á ætlun, innan- og utanlandsflug. Þá fellur fyrri ferð Herjólfs niður í dag vegna veðurs. Athugun verður á seinni ferð dagsins um klukkan 14 í dag.7.29 Raskanir verða á ferðum strætó vegna óveðursins sem gengur yfir landið í dag. Bílar á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra munu aka eins og venjulega á meðan veður leyfir.7.02 Lögreglan hvetur fólk til að fara snemma af stað sé það á vel búnu ökutæki til vetraraksturs. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að miklum skafrenningi og byl sé spáð nú í morgunsárið en að veðrið sé örlítið seinna á ferðinni en áætlað var.06.19 Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að nú þegar sé byrjað að snjóa á Suðvesturhorninu, nánar tiltekið í Reykjanesbæ, og að veðrið muni svo fikra sig inn eftir landinu. Haraldur segir skólastjórnendur og foreldra þurfa að vega og meta í dag hvort börn séu send í skólann. Hann varar við því að fara að óþörfu í umferðina. Búist er við því að veðrið nái hámarki um hádegisbil á höfuðborgarsvæðinu.Fylgstu með lægðinni á þessu gagnvirka veðurspákorti: Veður Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Óveður er að skella á landinu og hefur lögreglan varað fólk við því að vera á ferðinni á illa búnum bílum. Stormurinn er kominn á land á Suðurnesjum og mun fara yfir landið allt í dag. Hér munum við flytja helstu fréttir af veðrinu og verður síðan uppfærð eftir því sem við á. Helstu atriði eins og staðan er núna:Heldur hefur dregið úr vindi á Suðvesturhorni landsinsStormurinn er farinn að gera vart við sig Norðan- og AustanlandsLögregla og björgunarsveitir hafa losað um 50 bíla úr snjó í dag135 björgunarsveitarmenn eru að störfum í borginni16:15 Nú snjóar talsvert á höfuðborgarsvæðinu en mikið hefur dregið úr vindi. Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að engin þörf sé á að sækja grunnskólabörn í skóla og óhætt sé að leyfa þeim að ganga heim að loknum skóladegi. Þá ganga strætisvagnar samkvæmt áætlun á höfuðborgarsvæðinu en á vefsíðu Strætó eru eftirfarandi upplýsingar gefnar varðandi ferðir annarra vagna:Leið 57: frá Akureyri 16:20 fellur niður, ferðin 17:30 frá Reykjavík fer einungis til BorgarnessLeið 57: Farið verður frá Akranesi 15:53 í dag en ferðin á milli Borgarness og Akraness 15:23 fellur niður.Leið 57: Ferðin frá Mjódd kl.15:30 í Borgarnes er á áætlunLeið 51/52: Ferðin sem fara átti 15:08 frá Hvolsvelli til Reykjavíkur fellur niður, allar aðrar ferðir eru á áætlun.Ferð 72: 14:50 fellur niður vegna veðurs, stefnt er á ferðina 16:02 frá SelfossiLeið 55: Ferðirnar kl. 13:42 frá Reykjanesbæ og 14:23 frá Reykjavík eru á áætlun.Leið 6: Búið er að opna Skólaveginn, þannig að leið 6 ekur eðlilega.Leið 51: Ferðin frá Höfn 11:55 fellur niður, aðrar ferðir eru á áætlun.Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með fréttum, en þær verða uppfærðar í rauntíma á forsíðu strætó, www.straeto.is og á facebook-síðu strætó.Herjólfur siglir í Þorlákshöfn seinnipartinn. Ferðir til móts við ferjuna fara frá BSÍ kl. 17:15 og MJódd kl. 17:30. 14:26Þrátt fyrir vonskuveður hefur dagurinn í Reykjavík í dag gengið vonum framar, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hafi tekið tilmælum lögreglu og björgunarsveita afar vel. Viðtal við Eyþór má lesa hér.13:52Tekið er að blotna í snjónum á láglendi sunnan- og suðvestanlands og við það minnkar snjófjúk til muna. Byrjað er að lægja en nokkuð þétt logndrífa verður áfram víða suðvestanlands fram á síðdegið. Þá mun lægja mikið á milli klukkan 14 og 16 norðvestantil, hins vegar mun veður versna norðaustan- og austanlands með vaxandi vindi og skafrenningi. Nánar hér. 13.02 Vindurinn virðist vera farinn úr veðrinu en óveðrið sem Veðurstofan og lögregluembætti höfðu varað við virðist vera búið að ná hámarki Suðvestanlands. Farið er að bæta í vind fyrir Norðan og Austan. 11.52 Sautján útköll hafa borist lögreglu og hjálparsveitum í dag vegna veðursins. 135 björgunarsveitarmenn standa vaktina en auk þess er lögreglan með 15 ökutæki úti á höfuðborgarsvæðinu að sinna verkefnum. 11.43 Veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir.11.18Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Hvort veðrið verði jafn slæmt og á þessari mynd, sem er úr safni, skal ósagt látið.Vísir/Stefán10.46Strætó hefur uppfært upplýsingar um strætóleiðir sem falla niður vegna veðursins. Ófært er orðið í efri hverfum í Grafravogi, þannig að leið 6 ekur ekki upp í Engi. Óvirkar biðstöðvar eru: Borgarholtsskóli, Skólavegur, Laufengi og Borgarvegur. Öllum ferðum með leið 57 hefur verið aflýst þar til veðrið gengur niður, þar á meðal ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Sama gildir um leið 55, það er að ferðum hefur verið aflýst. Ferðin frá Höfn með leið 51 klukkan 11.55 fellur niður en aðrar ferðir eru á áætlun og þar sem ferðir Herjólfs falla niður í dag verða engar strætóferðir til Þorlákshafnar.10.27 Óveðrið er farið að segja til sín á höfuðborgarsvæðinu og er tilkynningum til lögreglu um fasta bíla farið að fjölga frá því sem var í morgun. Það hefur þó gengið vel og virðist fólk hafa farið að tilmælum lögreglu um að fara ekki út í umferðina á illa búnum bílum. 10.06 Fá skip eru á sjó í dag og nánast engir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga eru eingöngu stærri fiskiskip og flutningaskip á sjó í dag. Búist er við stormi á flestum miðum í dag.10.03 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið bærilega það sem af er morgni að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að svo virðist vera sem að fólk hafi farið að tilmælum að fara ekki af stað nema af brýnni nauðsyn og á ágætlega útbúnum bílum.Í augnablikinu er afleitt skyggni, hálka og skafrenningur á Grindavíkurvegi, 15m/s. Á Reykjanesbraut er mikið hvassviðri...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Tuesday, December 1, 20159.59Lögreglan mælir gegn því að foreldrar hringi í börnin sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Veður á enn eftir að versna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eitthvað hafi borið á þesskonar símtölum til grunnskólabarna í dag. 9.36 Heimaþjónusta í Kópavogi fellur niður að mestu fyrir hádegi í dag vegna veðurs og verður dagþjónasta í Roðasölum lokuð í dag. Skólar eru opnir en bærinn biðlar til foreldra að fylgjast með veðri, tilkynningum og fréttum.9.35Ferðaþjónustubílar Strætó munu eingöngu sinna farþegum sem þurfa að komast heim í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að farþegar verði ekki sóttir í heimahús til að fara í vinnu eða aðra þjónustu vegna óvissu um að komast heim aftur í tíma.9.32Mótmælum Öryrkjabandalags Íslands sem boðuð höfðu verið fyrir utan stjórnarráðið í dag hefur verið aflýst vegna veðursins. Búið var að auglýsa viðburðinn á Facebook en í tilkynningu frá bandalaginu hefur hann verður færður til fimmtudags. 8.50 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, þar á meðal á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Farið er að hvessa á Suðurnesjum og óveður og slæmt skyggni er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. 8.21 Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu – enda minni veðrið um margt á óveðrið sem geisaði hér í mars fyrir rúmum tveimur árum. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. Veðrið á að ná hámarki um hádegisbil á höfuðborgarsvæðinu. Þá heldur lægðin áfram yfir landið og landsbyggðin fær að finna gustinn.Vísir/Auðunn8.20 Um 120 björgunarsveitarmenn eru nú í viðbragðsstöðu í húsnæðum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og bíða verkefna. Einhverjir eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins. 7.44 Búið er að aflýsa tveimur flugferðum í dag, til Húsavíkur og Vestmannaeyja, vegna veðurs. Allar aðrar flugferðir virðast þó á ætlun, innan- og utanlandsflug. Þá fellur fyrri ferð Herjólfs niður í dag vegna veðurs. Athugun verður á seinni ferð dagsins um klukkan 14 í dag.7.29 Raskanir verða á ferðum strætó vegna óveðursins sem gengur yfir landið í dag. Bílar á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra munu aka eins og venjulega á meðan veður leyfir.7.02 Lögreglan hvetur fólk til að fara snemma af stað sé það á vel búnu ökutæki til vetraraksturs. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að miklum skafrenningi og byl sé spáð nú í morgunsárið en að veðrið sé örlítið seinna á ferðinni en áætlað var.06.19 Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að nú þegar sé byrjað að snjóa á Suðvesturhorninu, nánar tiltekið í Reykjanesbæ, og að veðrið muni svo fikra sig inn eftir landinu. Haraldur segir skólastjórnendur og foreldra þurfa að vega og meta í dag hvort börn séu send í skólann. Hann varar við því að fara að óþörfu í umferðina. Búist er við því að veðrið nái hámarki um hádegisbil á höfuðborgarsvæðinu.Fylgstu með lægðinni á þessu gagnvirka veðurspákorti:
Veður Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira