Þjóðargátt til nýs fullveldis Gauti Kristmannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun