Gjaldtaka fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar