Nokkur orð um fjármögnun íslenskra háskóla Jón Atli Benediktsson skrifar 15. desember 2015 10:37 Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant. Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst á þeim áratug sem nú er liðinn frá úttektinni. Við skulum skoða það nánar. Í samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr Education at a Glance 2015 (EAG) frá 24. nóvember síðastliðnum er gerð grein fyrir stöðu Íslands út frá samanburði á menntatölfræði OECD-ríkjanna. Miðað er við tölur frá árinu 2012 og er þar meðal annars stutt ágrip af tilraun OECD til að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar 2008 á skólakerfi. Þar segir m.a.: „Útgjöld til háskólastigsins drógust saman frá 2008 til 2012 og voru orðin 14% lægri. Á móti kemur að nemendum fjölgaði, m.a. vegna slæms atvinnuástands. Þetta þýðir að útgjöld á hvern ársnema drógust saman um fimmtung frá 2008 til 2011. Tölur fyrir árið 2012 gefa vísbendingu um að þá hafi orðið viðsnúningur. Útgjöldin jukust á ný, nemendum fækkaði um eitt prósentustig þannig að útgjöld á hvern ársnemenda jukust milli ára. … Það bendir til að efnahagserfiðleikarnir hafi komið fyrr fram hér á landi og Ísland var farið að ná sér upp úr dýfunni árið 2012 á sama tíma og efnahagskreppan var farin að hafa meiri áhrif í öðrum löndum, eins og Írlandi, Spáni og Portúgal.“ Það er vissulega rétt að þróun útgjalda á hvern ársnema á háskólastigi (nemanda í fullu námi) frá árinu 2008 (á föstu verðlagi) sýnir meiri samdrátt árið 2011 (21,5%) en bæði árið á undan (16,4%) og árið á eftir (16,0%). Bendir það hugsanlega til þess að áhrif efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið að fullu komin fram árið 2011 og hagur háskólanna tekinn að vænkast árið 2012. Nemendafjöldi 2010, 2011 og 2012 bendir líka til þess að jafnvægi hafi náðst en samkvæmt tölum Hagstofunnar er lítil breyting á fjölda nemenda þessi þrjú ár (rúmlega 19 þúsund nemendur í háskólum á Íslandi) og fjölgunin sem varð á tímabilinu 2008-2010 virðist vera að mestu um garð gengin. Þessir útreikningar varpa hins vegar ekki ljósi nema á mjög takmarkaðan hluta af fjármögnun íslenskra háskóla og nauðsynlegt er að skoða stöðuna út frá lengra tímabili. Mikil fjölgun háskólanema hér á landi eftir árið 2000 og lægri framlög á hvern nemanda en í löndum sem við berum okkur saman við hefur valdið því að enn dregur í sundur með bæði Norðurlöndum og meðaltali af ríkjum OECD þegar litið er til framlaga á hvern ársnema. Þetta sést vel ef borin eru saman árin 2005 og 2012. Á mynd 1 sést að hlutfallslega hefur háskólanemum á Íslandi fjölgað mest (19,7%) en framlög aukist minnst (7,2%). Þetta hefur leitt til þess að framlög á hvern ársnema á Íslandi eru 10% lægri árið 2012 en þau voru árið 2005 (á föstu verðlagi). Þessi þróun hefur leitt til þess að útgjöld á háskólastigi á Íslandi á hvern ársnema árið 2012 eru hlutfallslega talsvert lægri en þau voru árið 2005 þegar bornar eru saman tölur frá hinum Norðurlöndunum (tölur frá Danmörku fyrir árið 2012 vantar) og meðaltal ríkja OECD og ESB (sjá mynd 2). Munurinn hefur í sumum tilvikum þrefaldast. Burtséð frá því hvort botni efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið náð í íslensku háskólakerfi árið 2011 er ljóst að markmið stjórnvalda (þ.á m. Vísinda- og tækniráðs) um að fjármögnun háskólakerfisins hér á landi verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020 virðist standa fjær nú en áður og ljóst að miklar breytingar þurfa að koma til ef þau markmið eiga að nást á næstu árum.Með öðrum orðum, munurinn er að aukast, ekki minnka og því verður að breyta eigi íslenskir háskólar að geta vaxið og dafnað. Háskólar á Íslandi starfa í alþjóðlegu umhverfi og eigi þeir að vera samkeppnisfærir um starfsfólk, nemendur og öflun styrkja (svo eitthvað sé nefnt) verður fjármögnun þeirra að vera betri, raunar miklu betri. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á íslensku háskólaumhverfi á undanförnum áratug eða frá þeim tíma sem skýrsla Evrópsku háskólasamtakanna um Háskóla Íslands kom út árið 2005. En við erum enn að kljást við sömu vandamálin, vanfjármagnaða háskóla. Birtingarmyndin er meðal annars lág laun, mikið álag og mjög hátt hlutfall nemenda á hvern kennara sem vissulega getur haft áhrif á gæði kennslu. Fullyrða má að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt en það má hins vegar ekki rugla saman vanfjármögnun og óeigingjörnu framlagi þeirrar sem starfa í háskólum við hagkvæmni því við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant. Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst á þeim áratug sem nú er liðinn frá úttektinni. Við skulum skoða það nánar. Í samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr Education at a Glance 2015 (EAG) frá 24. nóvember síðastliðnum er gerð grein fyrir stöðu Íslands út frá samanburði á menntatölfræði OECD-ríkjanna. Miðað er við tölur frá árinu 2012 og er þar meðal annars stutt ágrip af tilraun OECD til að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar 2008 á skólakerfi. Þar segir m.a.: „Útgjöld til háskólastigsins drógust saman frá 2008 til 2012 og voru orðin 14% lægri. Á móti kemur að nemendum fjölgaði, m.a. vegna slæms atvinnuástands. Þetta þýðir að útgjöld á hvern ársnema drógust saman um fimmtung frá 2008 til 2011. Tölur fyrir árið 2012 gefa vísbendingu um að þá hafi orðið viðsnúningur. Útgjöldin jukust á ný, nemendum fækkaði um eitt prósentustig þannig að útgjöld á hvern ársnemenda jukust milli ára. … Það bendir til að efnahagserfiðleikarnir hafi komið fyrr fram hér á landi og Ísland var farið að ná sér upp úr dýfunni árið 2012 á sama tíma og efnahagskreppan var farin að hafa meiri áhrif í öðrum löndum, eins og Írlandi, Spáni og Portúgal.“ Það er vissulega rétt að þróun útgjalda á hvern ársnema á háskólastigi (nemanda í fullu námi) frá árinu 2008 (á föstu verðlagi) sýnir meiri samdrátt árið 2011 (21,5%) en bæði árið á undan (16,4%) og árið á eftir (16,0%). Bendir það hugsanlega til þess að áhrif efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið að fullu komin fram árið 2011 og hagur háskólanna tekinn að vænkast árið 2012. Nemendafjöldi 2010, 2011 og 2012 bendir líka til þess að jafnvægi hafi náðst en samkvæmt tölum Hagstofunnar er lítil breyting á fjölda nemenda þessi þrjú ár (rúmlega 19 þúsund nemendur í háskólum á Íslandi) og fjölgunin sem varð á tímabilinu 2008-2010 virðist vera að mestu um garð gengin. Þessir útreikningar varpa hins vegar ekki ljósi nema á mjög takmarkaðan hluta af fjármögnun íslenskra háskóla og nauðsynlegt er að skoða stöðuna út frá lengra tímabili. Mikil fjölgun háskólanema hér á landi eftir árið 2000 og lægri framlög á hvern nemanda en í löndum sem við berum okkur saman við hefur valdið því að enn dregur í sundur með bæði Norðurlöndum og meðaltali af ríkjum OECD þegar litið er til framlaga á hvern ársnema. Þetta sést vel ef borin eru saman árin 2005 og 2012. Á mynd 1 sést að hlutfallslega hefur háskólanemum á Íslandi fjölgað mest (19,7%) en framlög aukist minnst (7,2%). Þetta hefur leitt til þess að framlög á hvern ársnema á Íslandi eru 10% lægri árið 2012 en þau voru árið 2005 (á föstu verðlagi). Þessi þróun hefur leitt til þess að útgjöld á háskólastigi á Íslandi á hvern ársnema árið 2012 eru hlutfallslega talsvert lægri en þau voru árið 2005 þegar bornar eru saman tölur frá hinum Norðurlöndunum (tölur frá Danmörku fyrir árið 2012 vantar) og meðaltal ríkja OECD og ESB (sjá mynd 2). Munurinn hefur í sumum tilvikum þrefaldast. Burtséð frá því hvort botni efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið náð í íslensku háskólakerfi árið 2011 er ljóst að markmið stjórnvalda (þ.á m. Vísinda- og tækniráðs) um að fjármögnun háskólakerfisins hér á landi verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020 virðist standa fjær nú en áður og ljóst að miklar breytingar þurfa að koma til ef þau markmið eiga að nást á næstu árum.Með öðrum orðum, munurinn er að aukast, ekki minnka og því verður að breyta eigi íslenskir háskólar að geta vaxið og dafnað. Háskólar á Íslandi starfa í alþjóðlegu umhverfi og eigi þeir að vera samkeppnisfærir um starfsfólk, nemendur og öflun styrkja (svo eitthvað sé nefnt) verður fjármögnun þeirra að vera betri, raunar miklu betri. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á íslensku háskólaumhverfi á undanförnum áratug eða frá þeim tíma sem skýrsla Evrópsku háskólasamtakanna um Háskóla Íslands kom út árið 2005. En við erum enn að kljást við sömu vandamálin, vanfjármagnaða háskóla. Birtingarmyndin er meðal annars lág laun, mikið álag og mjög hátt hlutfall nemenda á hvern kennara sem vissulega getur haft áhrif á gæði kennslu. Fullyrða má að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt en það má hins vegar ekki rugla saman vanfjármögnun og óeigingjörnu framlagi þeirrar sem starfa í háskólum við hagkvæmni því við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun