Forseti: Ábyrgðin er okkar Stefán Jón Hafstein skrifar 12. desember 2015 07:00 Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun