Fólk á flótta og í bið Toshiki Toma skrifar 12. janúar 2015 07:30 Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun