Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna.
Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson.
„Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór.
Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann.
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar

Tengdar fréttir

Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun?
Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt.

Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram?
Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina.

Jóhann fékk Golden Globe
Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt.

Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum
Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum.

Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award
Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything"

Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi
Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna
Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking.