Öfgar geta af sér öfgar Starri Reynisson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar