Efni á borðum þekktra listamanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar Ásgeirssynir og Sæþór Kristjánsson mynda upptökuteymið, StopWaitGo. mynd/birgir þór harðarson „Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó
Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira