Hafa börn áhrif á eigin líf? Þóra Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun