Er sjálfsagt að svíkja fyrirheit? Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 28. febrúar 2015 08:07 Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun