Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið 14. mars 2015 13:00 Vladimír Pútín Forseti Rússlands virðist hafa í nógu að snúast þessa dagana.fréttablaðið/EPA Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Undanfarna daga hafa miklar vangaveltur farið af stað um það hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi veikst hastarlega, jafnvel fengið heilablóðfall. Fjarvera hans úr fjölmiðlum var höfð til marks um þetta. Hún þótti orðin óvenju löng. Talsmaður hans bar þessar fréttir til baka og sagði hann við hestaheilsu. „Handtak hans er svo kraftmikið að hann brýtur hendur með því,“ sagði talsmaðurinn, sem heitir Dmitrí Peskov, í blaðaviðtali á fimmtudaginn. Aðrir hafa svo gengið lengra og rakið ýmis merki þess að harðvítug valdabarátta standi nú yfir bak við múrana í Kreml. Jafnvel megi búast við hallarbyltingu. Á fréttasíðum vestrænna fjölmiðla á borð við Time og Bloomberg má sjá vangaveltur um þetta, þar sem meðal annars er vitnað í Andrei Illarjonov, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Pútíns. Time minnir á að Illarjonov hafi spáð um innlimun Krímskaga í fyrra þremur vikum áður en af henni varð. Bloomberg bendir reyndar á að hann hafi einnig spáð ýmsu öðru, sem ekki hefur ræst. Meðal annars hafi hann spáð því að Pútín myndi reyna að ná undir sig bæði Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Illarjonov heldur því fram að innan fárra daga muni Dmitrí Medvedev forsætisráðherra segja af sér, en við embættinu taki Sergei Ívanov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Í beinu framhaldi verði svo gerð „herforingjabylting“ og Pútín sjálfur sviptur völdum. Það muni ganga hratt fyrir sig. Hörð átök eru sögð milli hópa og einstaklinga í innsta hring Pútíns. Þar takist meðal annars á „haukar“ og „dúfur“, en haukarnir komi úr hernum og leyniþjónustunni en dúfurnar tengist frekar viðskiptalífinu og frjálslyndari öflum. Þessi átök hafi harðnað í kjölfar morðsins á Borís Nemtsov, einum helsta andstæðingi Pútíns, í lok síðasta mánaðar. Spennan hafi verið mikil fyrir vegna styrjaldarinnar í Úkraínu, refsiaðgerða Vesturlanda, lækkandi olíuverðs, gengishruns og versnandi efnahags. Andrúmsloftið er sagt svo lævi blandið að menn séu farnir að óttast að fleiri verði myrtir á næstunni. Félagi Nemtsovs, fréttamaðurinn Alexei Venediktov, beið ekki boðanna og flúði til Ísraels á mánudaginn. Og tók son sinn með. Venediktov sagðist hafa fengið upplýsingar um að hann gæti orðið næstur í röðinni.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira