

Hagsmunabarátta á Alþingi
Sif leggur út af grein sem ég skrifaði nýlega í Fréttablaðið þar sem ég sagði að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi fyrir stóru verslanakeðjurnar að fá áfengi í búðarhillur sínar og væri nöturlegt til þess að hugsa að hópur alþingismanna væri „reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna“.
Hugmyndafræði og hagsmunir
Rithöfundurinn segir að ég láti ekki sitja við það eitt að fara ásakandi orðum um það sem hún kallar „frelsis-elskandi þingmenn“ heldur sé ég að væna þá um „að leggja fram frumvörp svo einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening“. Þannig kemst hún að orði. Hinn möguleikinn sé sá, segir hún, að ég sé að gera því skóna að þingmenn stjórnist gagnrýnislaust af hugmyndafræði.
Skilja má á skrifum Sifjar Sigmarsdóttur að mér sé minna gefið um að fjalla um sjálft áfengisfrumvarpið, en þeim mun meira leggi ég upp úr að gera mönnnum upp annarlegar hvatir fyrir stuðningi við það: Grein mín segi lítið „um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn“.
Og niðurstaða Sifjar er í spurnarformi: „Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl?“
Nú er það svo að á Alþingi erum við kosin vegna þess að við viljum vinna ákveðnum málstað gagn og þess vegna ganga erinda hans. Ég hef aldrei farið dult með að ég hef viljað láta kjósa mig á þeirri forsendu að ég muni reyna að standa vörð um hagsmuni almenns launafólks, velferðarþjónustunnar, gegn einkahagsmunum sem ásælast hana í fjárgróðaskyni, með náttúrunni, gegn stóriðju, gegn hernaðarhagsmunum stórvelda, með útgöngu Íslands úr NATO, gegn alþjóðasamningum á forsendum auðvaldshagsmuna, svo sem TiSA-samningnum, með lýðheilsusjónarmiðum og gegn því að ÁTVR verði lagt niður! Allt hefur þetta verið skýrt í mínum málflutningi og með sanni má færa fyrir því rök að ég „gangi erinda“ framangreindra hagsmuna. Ekki myndi ég gera athugasemd við það.
Að þjóna hagsmunum
Alls ekki vil ég þó snúa út úr orðum Sifjar Sigmarsdóttur og hún hefur það til sín máls þegar hún gagnrýnir skrif mín að hugtakið að „ganga erinda“ hefur neikvæðari merkingu í málvitund okkar flestra en mætti skilja af framangreindum orðum mínum. Það skal tekið fram að sú var ekki hugsun mín að ætla neinum að ganga erinda annarra sem mútuþegi heldur hitt að benda á að gjörðir viðkomandi þjóni tilteknum hagsmunum. Ekki efa ég að það sé gert í þeirri trú að slíkt horfi til framfara.
Það er rangt að ég hafi í umræddri grein verið meira upptekinn af því að gera mönnum upp skoðanir en að ræða efnisinnihald frumvarpsins eins og Sif Sigmarsdóttir fullyrðir. Árum saman hef ég skrifað um þessi mál í blöð og komið fram í fjölmiðlum þar sem ég hef reynt að færa málefnaleg rök fyrir afstöðu minni sem aftur eru grunduð á rannsóknum og athugunum þeirra sem best þekkja til þessara mála.
Málefnaleg rök
Í Fréttablaðsgreininni sem verður Sif Sigmarsdóttur tilefni til fordæmingarskrifa sinna tek ég saman niðurstöður í fáum setningum: „Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?!“
Um alla þessa þætti hef ég fjallað ítarlega og málefnalega.
Skoðun

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar