Hvernig á að skipa dómara? Skúli Magnússon skrifar 17. mars 2015 00:00 Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. Er óheimilt að skipa mann sem nefndin hefur ekki talið hæfastan, nema ráðherra afli samþykkis Alþingis og verður þá viðkomandi samt sem áður að fullnægja hæfisskilyrðum að mati nefndarinnar (t.d. um að teljast hæfur til að gegna embætti í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar). Með þessu fyrirkomulagi eru nefndinni, sem í sitja tveir menn tilnefndir af Hæstarétti, annar sem formaður, en hinir frá dómstólaráði, Lögmannafélagi Íslands og Alþingi, fengin veruleg áhrif um það hverjir fara með dómsvald í landinu, sumir myndu segja úrslitavald. Í öllu falli hefur ráðherra án undantekninga farið að tillögu nefndarinnar frá því reglurnar tóku gildi árið 2010.Hlutverk dómnefndar takmarkað Samkvæmt hinum nýju tillögum verður hlutverk nýrrar dómnefndar takmarkað við að fjalla um hæfi dómaraefna án þess að tekin sé afstaða til þess hver teljist hæfastur. Þegar um er að ræða hæstaréttardómara ber ráðherra hins vegar að afla samþykkis Alþingis fyrir þeim manni sem hann hyggst leggja til við forseta Íslands að verði skipaður. Á mannamáli þýðir þetta að við skipun héraðsdómara og landsréttardómara (sbr. hið nýja millidómstig) mun ráðherra njóta stóraukins svigrúms til að velja á milli hæfra umsækjenda. Við skipun hæstaréttardómara mun hið sama eiga við, þó þannig að ráðherra þarf að afla stuðnings þingsins. Með hliðsjón af því að hér á landi hefur stjórnmálamenning mótast í kringum meirihlutastjórnir og þingræði (ólíkt t.d. Bandaríkjunum hvaðan fyrirmyndin er líklegast sótt), verður að teljast alls óljóst hversu virkt eftirlit þingsins yrði við þessa ákvörðunartöku ráðherra. Dómstólar gætu endurskoðað lögmæti ákvörðunar ráðherra en aldrei fellt hana úr gildi. Tilhögun við skipun dómara, ekki síst hæstaréttardómara, er í eðli sínu viðkvæmt og flókið mál. Dómstólar og þar með dómarar eiga að vera (og eiga að sýnast vera) sjálfstæðir og óháðir öðrum þáttum valdsins, þ. á m. ríkisstjórn og ráðherrum. Skipun dómara er hins vegar stjórnvaldsákvörðun sem ráðherrar bera ábyrgð á, bæði pólitíska og lagalega, gagnvart Alþingi, jafnvel þegar skipun er formlega á hendi forseta Íslands (sbr. hæstaréttardómara). Samkvæmt grunnreglum íslenskrar stjórnskipunar hlýtur eftirlit og aðhald með ráðherra fyrst og fremst að vera hjá Alþingi sem aftur sækir umboð sitt til þjóðarinnar á grundvelli kosninga. Öflugt aðhald frá faglegri stjórnsýslu, t.d. dómnefnd, svo og ýmissa eftirlitsstofnana er óaðskiljanlegur þáttur lýðræðislegs samfélags, svo ekki sé minnst á umfjöllun fjölmiðla og fræðimanna. Að þessu leyti fela millidómstigstillögurnar í sér hreina afturför sem auk þess samræmist illa alþjóðlegum tilmælum.Ráðherra án aðhalds Það kerfi við skipun dómara sem tíðkaðist fram til ársins 2010 bauð upp á aðhalds- og eftirlitsleysi Alþingis með ráðherra sem gat farið sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Það segir e.t.v. sína sögu um vandræðaganginn að ferlið við skipun dómara var eitt af þeim atriðum sem Framkvæmdastjórn ESB lýsti áhyggjum yfir á sínum tíma. Með breytingunni árið 2010 var bætt úr þessum göllum með því að taka raunverulegt skipunarvald af ráðherra og fela það að verulegu leyti faglegri stjórnsýslunefnd. Sú leið er ekki hafin yfir gagnrýni með hliðsjón af grunnreglum um reikningsskap og ábyrgð við meðferð framkvæmdavalds. Sú leið að áskilja einfalt meirihluta samþykki þingsins er heldur ekki hafin yfir gagnrýni. Hugsa mætti sér ýmsar aðrar leiðir, t.d. samþykki 2/3 Alþingis (eða eftirlits- og stjórnskipunarnefndar þingsins) við tillögu ráðherra, þó þannig að niðurstaða dómefndar um hvaða umsækjandi teldist hæfastur réði ef ráðherra og þing hefðu ekki komið sér saman um dómaraefni innan ákveðins tíma. Engin myndi efast um aðhald þingsins við þessar aðstæður en jafnvel þetta fyrirkomulag er ekki gallalaust. Allt þarf þetta frekari skoðunar og umræðu við. Það kemur óneitanlega nokkuð á óvart að gert sé ráð fyrir grundvallarbreytingum við skipun dómara sem lið í stofnun millidómstigs. Slík breyting var ekki óhjákvæmilegur þáttur í slíkri tillögugerð. Hvað sem því líður verður mál sem þetta ekki afgreitt nema lagt sé mat á reynslu undangenginna ára og áratuga, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, og allir tiltækir kostir skoðaðir. Einungis að lokinni slíkri athugun getur farið fram nauðsynlegt samráð og umræða um hvaða leið beri að fara. Fyrirliggjandi tillaga getur e.t.v. skoðast sem upphaf slíkrar umræðu en er bersýnilega ófullnægjandi grundvöllur fyrir umsvifalausri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. Er óheimilt að skipa mann sem nefndin hefur ekki talið hæfastan, nema ráðherra afli samþykkis Alþingis og verður þá viðkomandi samt sem áður að fullnægja hæfisskilyrðum að mati nefndarinnar (t.d. um að teljast hæfur til að gegna embætti í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar). Með þessu fyrirkomulagi eru nefndinni, sem í sitja tveir menn tilnefndir af Hæstarétti, annar sem formaður, en hinir frá dómstólaráði, Lögmannafélagi Íslands og Alþingi, fengin veruleg áhrif um það hverjir fara með dómsvald í landinu, sumir myndu segja úrslitavald. Í öllu falli hefur ráðherra án undantekninga farið að tillögu nefndarinnar frá því reglurnar tóku gildi árið 2010.Hlutverk dómnefndar takmarkað Samkvæmt hinum nýju tillögum verður hlutverk nýrrar dómnefndar takmarkað við að fjalla um hæfi dómaraefna án þess að tekin sé afstaða til þess hver teljist hæfastur. Þegar um er að ræða hæstaréttardómara ber ráðherra hins vegar að afla samþykkis Alþingis fyrir þeim manni sem hann hyggst leggja til við forseta Íslands að verði skipaður. Á mannamáli þýðir þetta að við skipun héraðsdómara og landsréttardómara (sbr. hið nýja millidómstig) mun ráðherra njóta stóraukins svigrúms til að velja á milli hæfra umsækjenda. Við skipun hæstaréttardómara mun hið sama eiga við, þó þannig að ráðherra þarf að afla stuðnings þingsins. Með hliðsjón af því að hér á landi hefur stjórnmálamenning mótast í kringum meirihlutastjórnir og þingræði (ólíkt t.d. Bandaríkjunum hvaðan fyrirmyndin er líklegast sótt), verður að teljast alls óljóst hversu virkt eftirlit þingsins yrði við þessa ákvörðunartöku ráðherra. Dómstólar gætu endurskoðað lögmæti ákvörðunar ráðherra en aldrei fellt hana úr gildi. Tilhögun við skipun dómara, ekki síst hæstaréttardómara, er í eðli sínu viðkvæmt og flókið mál. Dómstólar og þar með dómarar eiga að vera (og eiga að sýnast vera) sjálfstæðir og óháðir öðrum þáttum valdsins, þ. á m. ríkisstjórn og ráðherrum. Skipun dómara er hins vegar stjórnvaldsákvörðun sem ráðherrar bera ábyrgð á, bæði pólitíska og lagalega, gagnvart Alþingi, jafnvel þegar skipun er formlega á hendi forseta Íslands (sbr. hæstaréttardómara). Samkvæmt grunnreglum íslenskrar stjórnskipunar hlýtur eftirlit og aðhald með ráðherra fyrst og fremst að vera hjá Alþingi sem aftur sækir umboð sitt til þjóðarinnar á grundvelli kosninga. Öflugt aðhald frá faglegri stjórnsýslu, t.d. dómnefnd, svo og ýmissa eftirlitsstofnana er óaðskiljanlegur þáttur lýðræðislegs samfélags, svo ekki sé minnst á umfjöllun fjölmiðla og fræðimanna. Að þessu leyti fela millidómstigstillögurnar í sér hreina afturför sem auk þess samræmist illa alþjóðlegum tilmælum.Ráðherra án aðhalds Það kerfi við skipun dómara sem tíðkaðist fram til ársins 2010 bauð upp á aðhalds- og eftirlitsleysi Alþingis með ráðherra sem gat farið sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Það segir e.t.v. sína sögu um vandræðaganginn að ferlið við skipun dómara var eitt af þeim atriðum sem Framkvæmdastjórn ESB lýsti áhyggjum yfir á sínum tíma. Með breytingunni árið 2010 var bætt úr þessum göllum með því að taka raunverulegt skipunarvald af ráðherra og fela það að verulegu leyti faglegri stjórnsýslunefnd. Sú leið er ekki hafin yfir gagnrýni með hliðsjón af grunnreglum um reikningsskap og ábyrgð við meðferð framkvæmdavalds. Sú leið að áskilja einfalt meirihluta samþykki þingsins er heldur ekki hafin yfir gagnrýni. Hugsa mætti sér ýmsar aðrar leiðir, t.d. samþykki 2/3 Alþingis (eða eftirlits- og stjórnskipunarnefndar þingsins) við tillögu ráðherra, þó þannig að niðurstaða dómefndar um hvaða umsækjandi teldist hæfastur réði ef ráðherra og þing hefðu ekki komið sér saman um dómaraefni innan ákveðins tíma. Engin myndi efast um aðhald þingsins við þessar aðstæður en jafnvel þetta fyrirkomulag er ekki gallalaust. Allt þarf þetta frekari skoðunar og umræðu við. Það kemur óneitanlega nokkuð á óvart að gert sé ráð fyrir grundvallarbreytingum við skipun dómara sem lið í stofnun millidómstigs. Slík breyting var ekki óhjákvæmilegur þáttur í slíkri tillögugerð. Hvað sem því líður verður mál sem þetta ekki afgreitt nema lagt sé mat á reynslu undangenginna ára og áratuga, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, og allir tiltækir kostir skoðaðir. Einungis að lokinni slíkri athugun getur farið fram nauðsynlegt samráð og umræða um hvaða leið beri að fara. Fyrirliggjandi tillaga getur e.t.v. skoðast sem upphaf slíkrar umræðu en er bersýnilega ófullnægjandi grundvöllur fyrir umsvifalausri breytingu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun