Sakar Bandaríkin um Úkraínustríðið guðsteinn bjarnason skrifar 17. mars 2015 09:15 Pútín Rússlandsforseti gaf engar skýringar á fjarveru sinni þegar hann hitti forseta Kirgisistan í gær. fréttablaðið/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“ Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“
Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira