Afnema á skerðingu lífeyris aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar