Gjaldmiðill í hjólastól Þröstur Ólafsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun