Verstöðin Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gjaldeyrishöft Þröstur Ólafsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg?
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun