Þér er ekki boðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. apríl 2015 07:00 Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun