Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Þeir sem komu að björguninni í gær höfðu á orði hversu erfiðar aðstæður voru á slysstað. vísir/ernir Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47