Ekkert eftirlit með misbeitingu au pair-fólks hér á landi fanney birna jónsdóttir skrifar 16. apríl 2015 07:30 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður. Vísir/Getty Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf. Alþingi Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf.
Alþingi Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira