Sautján pottaplöntur og eldhús með útsýni yfir Esjuna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2015 16:45 Uppáhaldsstaðurinn er rúmgott og bjart eldhúsið. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar. Garðyrkja Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar.
Garðyrkja Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira