Á hundrað kaktusa en segist ekki vera með græna fingur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2015 10:00 Hér sést glitta í nokkra af kaktusum Þórðar. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“ Garðyrkja Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“
Garðyrkja Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira