Undrun íslenska óperuheimsins Magnús Guðmundsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun