Þjóðaratkvæðagreiðsla um rýniskýrslu? 1. maí 2015 12:00 Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar