Byggjum réttlátt þjóðfélag Sóley Tómasdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins!
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar