VR, LÍV og Flói eru saman í aðgerðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Á leið í land. Ljóst er að þjónusta við ferðamenn raskast mikið komi til verkfalla VR, LÍV og Flóabandalagsins. Fyrstu aðgerðir snerta hópbifreiðafyrirtæki, 28. og 29. maí. Fréttablaðið/GVA Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall.. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall..
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira