Ríkið er líka vinnuveitandi Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú!
Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar