Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur. Gjaldeyrishöft Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira