Tími aðgerða er runninn upp Eygló Harðardóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun