Samtök ferðaþjónustunnar ánægð með úthlutun til ferðamannastaða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Helga Árnadóttir Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55