Þarf að verðlauna jafnrétti? Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 27. maí 2015 00:00 Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun