Farsælt samband orkuvinnslu og ferðaþjónustu Hörður Arnarson skrifar 29. maí 2015 07:00 Náttúruverðmæti okkar Íslendinga eru mikil. Það vitum við sjálf og það vita þeir fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma. Skylda okkar er að hlúa að þessum verðmætum. Orkuvinnsla og ferðaþjónusta nýta náttúruna í efnahagslegum tilgangi. Um leið er afar mikilvægt að báðar atvinnugreinar geri það á varfærinn og sjálfbæran hátt. Báðar greinar valda óhjákvæmilega nokkru raski, sem þarf að lágmarka. Ábyrgð nýtingaraðila þarf að vera rík og skýr og við þurfum að greina áhrif sem best við getum áður en svæði eru nýtt. Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Það þekkjum við frá Bláa lóninu, jarðböðunum í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun og gestastofum Landsvirkjunar við Búrfell, Kröflu og Fljótsdalsstöð. Erlendir gestir skipta jafnvel hundruðum þúsunda á ári hverju. Við hjá Landsvirkjun tökum á móti fjölda erlendra ferðamanna og við verðum vör við mikinn áhuga og ánægju með árangur Íslendinga í orkumálum. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Erlendu gestirnir hafa samanburðinn, því í heimalöndum þeirra er eitt helsta verkefnið að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja orkuöryggi. Glöggt er gests augað. Jákvætt viðhorf erlendis var staðfest með viðhorfskönnun Iceland Naturally á meðal almennings í Bandaríkjunum á síðasta ári. 67% töldu að notkun Íslands á endurnýjanlegum orkugjöfum yki áhuga þeirra á Íslandi og vörum frá Íslandi. Í sömu könnun kom fram að 49% teldu að endurnýjanleg orka Íslendinga gerði mun líklegra að þeir ferðuðust til Íslands og væri eitt það helsta sem drægi þá til landsins. Því er full ástæða til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Náttúruverðmæti okkar Íslendinga eru mikil. Það vitum við sjálf og það vita þeir fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma. Skylda okkar er að hlúa að þessum verðmætum. Orkuvinnsla og ferðaþjónusta nýta náttúruna í efnahagslegum tilgangi. Um leið er afar mikilvægt að báðar atvinnugreinar geri það á varfærinn og sjálfbæran hátt. Báðar greinar valda óhjákvæmilega nokkru raski, sem þarf að lágmarka. Ábyrgð nýtingaraðila þarf að vera rík og skýr og við þurfum að greina áhrif sem best við getum áður en svæði eru nýtt. Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Það þekkjum við frá Bláa lóninu, jarðböðunum í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun og gestastofum Landsvirkjunar við Búrfell, Kröflu og Fljótsdalsstöð. Erlendir gestir skipta jafnvel hundruðum þúsunda á ári hverju. Við hjá Landsvirkjun tökum á móti fjölda erlendra ferðamanna og við verðum vör við mikinn áhuga og ánægju með árangur Íslendinga í orkumálum. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Erlendu gestirnir hafa samanburðinn, því í heimalöndum þeirra er eitt helsta verkefnið að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja orkuöryggi. Glöggt er gests augað. Jákvætt viðhorf erlendis var staðfest með viðhorfskönnun Iceland Naturally á meðal almennings í Bandaríkjunum á síðasta ári. 67% töldu að notkun Íslands á endurnýjanlegum orkugjöfum yki áhuga þeirra á Íslandi og vörum frá Íslandi. Í sömu könnun kom fram að 49% teldu að endurnýjanleg orka Íslendinga gerði mun líklegra að þeir ferðuðust til Íslands og væri eitt það helsta sem drægi þá til landsins. Því er full ástæða til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar