Hjartans mál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 4. júní 2015 08:03 Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun