Þröngþingi Íslendinga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun