Rússar eyða mestu í bjór og vín á barnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Eyðsla meðalferðamannsins frá Kanada, Noregi og Danmörku á skemmtistöðum og börum samanlögð dugar ekki til að jafna eyðslu meðalrússans. nordicphotos/getty Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira