Liðka til fyrir millilandaflugi út á land sveinn arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Ríkið gæti aukið tekjur sínar um 1,3 milljarða árlega með því að koma á beinu millilandaflugi á Egilsstaði og Akureyri. Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira