Hagsmunasamtökin við Austurvöll Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Magnússon Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun