Hvað á þetta að þýða? Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar