Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Á Hvalasafninu í Reykjavík er að finna eftirmyndir í raunstærð af hvölum þeim sem er að finna í hafinu við Ísland. vísir/vilhelm Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“ Fréttir af flugi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“
Fréttir af flugi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira