Hvað segja eigendur Símans um skammarverðlaunin? Ögmundur Jónasson skrifar 8. janúar 2016 07:00 Um áramótin veitti Viðskiptablað Fréttablaðsins verðlaun fyrir viðskiptaafrek liðins árs og að sama skapi voru tilnefnd verstu viðskipti ársins. Ríkisstjórnin fékk hin jákvæðu verðlaun fyrir samkomulag við kröfuhafa þrotabúa bankanna en Arion banki og Síminn ehf., skammarútnefningu fyrir sölu á hlutabréfum í Símanum þar sem bæði bankinn og Síminn féllu á siðgæðisprófi. Hin fyrri verðlaun læt ég að sinni liggja á milli hluta að öðru leyti en því að áhöld þykja mér vera um það hvort ekki hefði verið nær að sæma hrægammana verðlaunum fyrir hagstæðustu viðskipti ársins fremur en ríkisstjórnina. Það er hins vegar skammarútnefningin sem ég staðnæmist við. Í stað þess að Arion banki léti hlutabréf sín á opinn markað var byrjað á því, að hætti 2007, að heimila nákomnum og vildarvinum að komast yfir bréf á lægra verði en sýnt var að öðrum myndi bjóðast á markaði. Sú varð og raunin. Á opnum markaði var gengið orðið hærra og þar með virði bréfanna. Hinir nákomnu þurfa ekki lengi að sitja á feng sínum því fljótlega geta þeir selt á markaði og hagnast vel.Dæmafá óskammfeilni Af Símans hálfu vakti athygli að stjórnendur þar á bæ voru í hópi kaupenda. Þar ber ekki síst að horfa til stjórnenda Mílu, sem á að vera fyrirtæki aðskilið Símanum þótt hann sé undir sömu regnhlíf. Með sölunni var Síminn hins vegar nú kominn að hluta til í persónulega eign stjórnenda Mílu! Þessu var að vísu snúið til baka enda dæmafá óskammfeilni. Eftir stendur að í fjárfestingahópi í kringum forstjóra Símans högnuðust menn persónulega á braskinu. Fjármálaráðherra lýsti því opinberlega að hann teldi þessa sölu hafa verið „klúður“ og einn dómnefndarmaður Viðskiptablaðsins spurði „hvort hægt væri að klúðra málum meira“. Og bætti við, að „helstu leikendur virðast ætla að sleppa vel frá þessum ótrúlega gjörningi en líklega verður einhver skúringakonan rekin enda verður alltaf einhver að axla ábyrgð.“ Spurning er hvort hugtakið klúður sé ekki heldur kurteist hugtak yfir þetta ferli sem fyrst og fremst skrifast náttúrlega á Arion banka sem stjórnaði sölunni. En fram hjá ábyrgð stjórnenda Símans verður ekki litið og þar með eigenda hans. Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu eigendur Símans og fara þar með vald sem lögbundinn sparnaðar launafólks hefur fært þeim í hendur. Ekki hef ég orðið var við að stjórn Símans hafi verið krafin sagna um þetta mál. Enda ekki skúringakona. Hitt þykir mér sýnt að lífeyrissjóðirnir þurfa að taka upp gagnrýna umræðu um hvernig farið er með það vald sem eitt hundrað milljarða fjárfestingargeta á ári veitir. Almennt tel ég að lífeyrissjóðirnir hafi farið vel með vald sitt. En er svo í öllum tilvikum? Þetta mál þyrfti að verða tilefni til gagnrýninnar umræðu um það hvort svo er. Þeir sem vilja lífeyrissjóðunum vel hljóta að verða hvatamenn að slíkri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Um áramótin veitti Viðskiptablað Fréttablaðsins verðlaun fyrir viðskiptaafrek liðins árs og að sama skapi voru tilnefnd verstu viðskipti ársins. Ríkisstjórnin fékk hin jákvæðu verðlaun fyrir samkomulag við kröfuhafa þrotabúa bankanna en Arion banki og Síminn ehf., skammarútnefningu fyrir sölu á hlutabréfum í Símanum þar sem bæði bankinn og Síminn féllu á siðgæðisprófi. Hin fyrri verðlaun læt ég að sinni liggja á milli hluta að öðru leyti en því að áhöld þykja mér vera um það hvort ekki hefði verið nær að sæma hrægammana verðlaunum fyrir hagstæðustu viðskipti ársins fremur en ríkisstjórnina. Það er hins vegar skammarútnefningin sem ég staðnæmist við. Í stað þess að Arion banki léti hlutabréf sín á opinn markað var byrjað á því, að hætti 2007, að heimila nákomnum og vildarvinum að komast yfir bréf á lægra verði en sýnt var að öðrum myndi bjóðast á markaði. Sú varð og raunin. Á opnum markaði var gengið orðið hærra og þar með virði bréfanna. Hinir nákomnu þurfa ekki lengi að sitja á feng sínum því fljótlega geta þeir selt á markaði og hagnast vel.Dæmafá óskammfeilni Af Símans hálfu vakti athygli að stjórnendur þar á bæ voru í hópi kaupenda. Þar ber ekki síst að horfa til stjórnenda Mílu, sem á að vera fyrirtæki aðskilið Símanum þótt hann sé undir sömu regnhlíf. Með sölunni var Síminn hins vegar nú kominn að hluta til í persónulega eign stjórnenda Mílu! Þessu var að vísu snúið til baka enda dæmafá óskammfeilni. Eftir stendur að í fjárfestingahópi í kringum forstjóra Símans högnuðust menn persónulega á braskinu. Fjármálaráðherra lýsti því opinberlega að hann teldi þessa sölu hafa verið „klúður“ og einn dómnefndarmaður Viðskiptablaðsins spurði „hvort hægt væri að klúðra málum meira“. Og bætti við, að „helstu leikendur virðast ætla að sleppa vel frá þessum ótrúlega gjörningi en líklega verður einhver skúringakonan rekin enda verður alltaf einhver að axla ábyrgð.“ Spurning er hvort hugtakið klúður sé ekki heldur kurteist hugtak yfir þetta ferli sem fyrst og fremst skrifast náttúrlega á Arion banka sem stjórnaði sölunni. En fram hjá ábyrgð stjórnenda Símans verður ekki litið og þar með eigenda hans. Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu eigendur Símans og fara þar með vald sem lögbundinn sparnaðar launafólks hefur fært þeim í hendur. Ekki hef ég orðið var við að stjórn Símans hafi verið krafin sagna um þetta mál. Enda ekki skúringakona. Hitt þykir mér sýnt að lífeyrissjóðirnir þurfa að taka upp gagnrýna umræðu um hvernig farið er með það vald sem eitt hundrað milljarða fjárfestingargeta á ári veitir. Almennt tel ég að lífeyrissjóðirnir hafi farið vel með vald sitt. En er svo í öllum tilvikum? Þetta mál þyrfti að verða tilefni til gagnrýninnar umræðu um það hvort svo er. Þeir sem vilja lífeyrissjóðunum vel hljóta að verða hvatamenn að slíkri umræðu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun