Emil og félagar áttunda fórnarlamb Juventus í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 16:00 Emil Hallfreðsson í leiknum í dag. Vísir/Getty Juventus byrjaði nýja árið eins og liðið endaði það síðasta þegar ítölsku meistararnir unnu 3-0 heimasigur á Hellas Verona. Þetta var áttundi deildarsigur Juventus í röð og liðið komst með honum upp fyrir Internazionale á markatölu en Inter-menn eiga þó leik inni seinna í dag. Eftir slaka byrjun á tímabilinu er Juventus-liðið komið á mikið skrið og margt bendir til þess að fá ítölsk lið geti stöðvað lærisveina Massimiliano Allegri í seinni hluta tímabilsins. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona liðsins og spilaði fyrst 82 mínútur leiksins og fékk meðal annars gult spjald á 48. mínútu. Paulo Dybala, Leonardo Bonucci og Simone Zaza skoruðu mörk Juventus í leiknum en liðið hefur skorað 3 mörk eða fleiri í fjórum af fimm síðustu leikjum sínum. Paulo Dybala skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og lagði síðan upp annað markið fyrir Leonardo Bonucci á lokamínútu fyrri hálfleiks. Paulo Dybala hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm önnur á þessari leiktíð. Simone Zaza skoraði þriðja markið eftir undirbúning Paul Pogba og skömmu eftir að Emil Hallfreðsson var tekinn af velli. Luigi Delneri tók við liði Hellas Verona í byrjun desember og liðið hefur enn ekki náð að vinna undir hans stjórn. Tvö stig í fjórum leikjum þýða að liðið situr áfram í neðsta sæti ítölsku deildarinnar.Roma komst í 2-0 og 3-2 á móti Chievo en varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Simone Pepe skoraði jöfnunarmark Chievo fjórum mínútum fyrir leikslok.Fiorentina er áfram á toppnum eftir 3-1 útisigur á Palermo en mörk liðsins skoruðu þeir Josip Ilicic (2 mörk) og Jakub Blaszczykowski. Fiorentina hefur tveimur stigum meira en Juventus og Inter.slitin úr leikjum í ítölsku deildinni í dag: Udinese - Atalanta 2-1 Chievo - Roma 3-3 Juventus - Hellas Verona 3-0 Lazio - Carpi 0-0 Milan - Bologna 0-1 Palermo - Fiorentina 1-3 Sassuolo - Frosinone 2-2Paulo Dybala fagnar marki sínu í dag.Vísir/Getty Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Juventus byrjaði nýja árið eins og liðið endaði það síðasta þegar ítölsku meistararnir unnu 3-0 heimasigur á Hellas Verona. Þetta var áttundi deildarsigur Juventus í röð og liðið komst með honum upp fyrir Internazionale á markatölu en Inter-menn eiga þó leik inni seinna í dag. Eftir slaka byrjun á tímabilinu er Juventus-liðið komið á mikið skrið og margt bendir til þess að fá ítölsk lið geti stöðvað lærisveina Massimiliano Allegri í seinni hluta tímabilsins. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona liðsins og spilaði fyrst 82 mínútur leiksins og fékk meðal annars gult spjald á 48. mínútu. Paulo Dybala, Leonardo Bonucci og Simone Zaza skoruðu mörk Juventus í leiknum en liðið hefur skorað 3 mörk eða fleiri í fjórum af fimm síðustu leikjum sínum. Paulo Dybala skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og lagði síðan upp annað markið fyrir Leonardo Bonucci á lokamínútu fyrri hálfleiks. Paulo Dybala hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm önnur á þessari leiktíð. Simone Zaza skoraði þriðja markið eftir undirbúning Paul Pogba og skömmu eftir að Emil Hallfreðsson var tekinn af velli. Luigi Delneri tók við liði Hellas Verona í byrjun desember og liðið hefur enn ekki náð að vinna undir hans stjórn. Tvö stig í fjórum leikjum þýða að liðið situr áfram í neðsta sæti ítölsku deildarinnar.Roma komst í 2-0 og 3-2 á móti Chievo en varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Simone Pepe skoraði jöfnunarmark Chievo fjórum mínútum fyrir leikslok.Fiorentina er áfram á toppnum eftir 3-1 útisigur á Palermo en mörk liðsins skoruðu þeir Josip Ilicic (2 mörk) og Jakub Blaszczykowski. Fiorentina hefur tveimur stigum meira en Juventus og Inter.slitin úr leikjum í ítölsku deildinni í dag: Udinese - Atalanta 2-1 Chievo - Roma 3-3 Juventus - Hellas Verona 3-0 Lazio - Carpi 0-0 Milan - Bologna 0-1 Palermo - Fiorentina 1-3 Sassuolo - Frosinone 2-2Paulo Dybala fagnar marki sínu í dag.Vísir/Getty
Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira