Tekst Cruz að endurheimta beltið sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. janúar 2016 20:30 Cruz og Dillashaw í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti