Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 15. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru léttir á æfingunni í gær. Vísir/Valli „Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira