Óvissa er um áhrif landamæralokana Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2016 07:00 Mikill fjöldi barna er á flótta og koma nú jafnvel að lokuðum dyrum hjá Norðurlöndum. Svíar finna ekki lengur húsnæði fyrir hælisleitendur. NordicPhotos/Getty „Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“ Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“
Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira