Vinna saman til að koma einni til Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 06:00 Þuríður Erla Helgadóttir var valin lyftingakona ársins 2015 og var þetta í fyrsta sinn sem hún fær þann heiður. Hún setti alls fjórtán Íslandsmet í -58 og -63 kg flokki á síðasta ári og var með 249,72 Sinclair-stig að meðaltali í mótunum sem hún keppti á. Hún átti ekki í miklum vandræðum með rífa þessi lóð upp. Fréttablaðið/Anton Ármenningurinn Þuríður Erla Helgadóttir átti einstakt ár í fyrra og það á tvennum vígstöðvum. Hún var kosin lyftingakona ársins fyrir frábæra frammistöðu á Norðurlandameistaramóti í ágúst og Heimsmeistaramóti í nóvember en hún keppti líka í krossfit og var til dæmis ein af fjórum íslenskum konum sem kepptu í einstaklingsflokki á Heimsleikunum í krossfit í Los Angeles í júlí.Missir af RIG í ár Viðburðaríkt ár hófst með sigri á Reykjavíkurleikunum en hún mun þó ekki verja titilinn sinn í ár. „Ég missi því miður af því þar sem ég er að fara til London til að keppa í krossfit. Ég vann þetta mót í fyrra og í hittifyrra líka þannig að það er mjög leiðinlegt að missa af því núna. Ég var fyrir löngu búin að fara á þetta mót og mér er boðið út. Ég vissi síðan ekki fyrir lok síðasta árs að þetta yrði sömu helgi og RIG,“ segir Þuríður Erla. Þuríður Erla fór á heimsmeistaramótið á síðasta ári ásamt þeim Annie Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur og Hjördísi Ósk Óskarsdóttur.Ofar en Annie Mist og Katrín Tanja á stigalistanum Á stigalista Lyftingasambands Íslands kemur fram að Þuríður Erla sló þeim öllum við með frammistöðu sinni á HM þar sem hún varð fyrst íslenskra kvenna og fjórði Íslendingurinn til að fá Elite pin Lyftingasambands Norðurlanda. Til að komast á Ólympíuleikana í Ríó þurfa allar þessar fimm að hjálpast að því að íslenska liðið lyfti sem flestum kílóum í heildina. „Þetta snýst allt um Evrópumótið í apríl. Ísland þarf að senda lið á mótið sem eru fimm stelpur og við þurfum saman að ná ákveðnu lágmarkssæti á Evrópumótinu og takist það þá má Ísland senda eina stelpu á Ólympíuleikana. Sú stelpa sem er send er sú sem er stigahæst af okkur fimm,“ segir Þuríður Erla. Hún segir þátttöku á Evrópumótinu líklega.Vísir/AntonAllar spenntar „Það er búið að ræða við okkur fimm og það hljómaði eins og það væru allar spenntar fyrir þessu. Ég býst því við því að við séum allar að fara á Evrópumótið því um leið og við förum ekki allar þá er þetta búið fyrir allar. Það er því eins gott að það láti allar sjá sig á Evrópumótinu,“ segir Þuríður Erla létt en það á eftir að koma betur í ljós hvað þær þurfa að gera í apríl. „Það hefur verið sagt við okkur að þetta sé fínn möguleiki en ég passa mig að gera mér ekki of miklar vonir,“ segir Þuríður Erla sem er bjartsýn á að þær mæti allar.Gott að fá EM á ferilskrána „Evrópumótið er það stórt mót að það er gott að fá það inn á mótaskrána sína. Ég held að það þurfi ekki að tala við þær því þær hljóta að vilja fara,“ segir Þuríður Erla. Krossfitstelpurnar þurfa því að vinna saman á Evrópumótinu í Noregi um leið og þær keppast við að tryggja sér eina Ólympíusætið sem er í boði en Þuríður Erla segir þær ekki vinna mikið saman við æfingarnar. „Ég æfi skammarlega lítið með þeim því maður býr á litlu landi og allar krossfitstöðvarnar eru nálægt hver annarri,“ segir Þuríður en hún er heldur ekki með fastan þjálfara og treystir að mestu á sjálfa sig. Það er nóg að gera hjá Þuríði Erla á hvorum tveggja vígstöðvunum og nóg af mótum í báðum greinum. Það gengur samt alveg upp að vera á fullu í báðum greinum.Passar vel saman „Þetta er allt öðruvísi keppni en þetta passar saman. Á síðasta ári sló ég nokkur met á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum í apríl og svo var Evrópumótið í krossfit í maí og þetta tvennt fór mjög vel saman og ég gat toppað á báðum stöðum í einu. Krossfitið er búið að afsanna þá kenningu að þú þurfir bara að lyfta til þess að verða sterkur. Við erum í fullt af þoli, í fimleikaæfingum og allt þetta hjálpar til að mínu mati,“ segir hún. Þuríður Erla er ein af fjölmörgum krossfitkonum sem er búnar að koma ólympískum lyftingum á kortið á Íslandi og hún er stolt af því að íslensku stelpurnar séu farnar að banka á dyr stórmótanna.Magnað að eiga möguleika „Mér finnst nógu magnað að við sem krossfitstelpur höfum náð að komast á heimsmeistaramótið að keppa við stelpur sem hafa æft ólympískar lyftingar frá því að þær voru mjög ungar. Þær eru sérhæfðar í þessu á meðan við erum bara búnar að vera í krossfit í fimm ár og frekar nýlega byrjaðar að lyfta. Það er magnað að við eigum möguleika á því að komast á svona stórmót og segir frekar mikið um það hvað krossfit er að gera góða hluti,“ segir Þuríður Erla að lokum. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Ármenningurinn Þuríður Erla Helgadóttir átti einstakt ár í fyrra og það á tvennum vígstöðvum. Hún var kosin lyftingakona ársins fyrir frábæra frammistöðu á Norðurlandameistaramóti í ágúst og Heimsmeistaramóti í nóvember en hún keppti líka í krossfit og var til dæmis ein af fjórum íslenskum konum sem kepptu í einstaklingsflokki á Heimsleikunum í krossfit í Los Angeles í júlí.Missir af RIG í ár Viðburðaríkt ár hófst með sigri á Reykjavíkurleikunum en hún mun þó ekki verja titilinn sinn í ár. „Ég missi því miður af því þar sem ég er að fara til London til að keppa í krossfit. Ég vann þetta mót í fyrra og í hittifyrra líka þannig að það er mjög leiðinlegt að missa af því núna. Ég var fyrir löngu búin að fara á þetta mót og mér er boðið út. Ég vissi síðan ekki fyrir lok síðasta árs að þetta yrði sömu helgi og RIG,“ segir Þuríður Erla. Þuríður Erla fór á heimsmeistaramótið á síðasta ári ásamt þeim Annie Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur og Hjördísi Ósk Óskarsdóttur.Ofar en Annie Mist og Katrín Tanja á stigalistanum Á stigalista Lyftingasambands Íslands kemur fram að Þuríður Erla sló þeim öllum við með frammistöðu sinni á HM þar sem hún varð fyrst íslenskra kvenna og fjórði Íslendingurinn til að fá Elite pin Lyftingasambands Norðurlanda. Til að komast á Ólympíuleikana í Ríó þurfa allar þessar fimm að hjálpast að því að íslenska liðið lyfti sem flestum kílóum í heildina. „Þetta snýst allt um Evrópumótið í apríl. Ísland þarf að senda lið á mótið sem eru fimm stelpur og við þurfum saman að ná ákveðnu lágmarkssæti á Evrópumótinu og takist það þá má Ísland senda eina stelpu á Ólympíuleikana. Sú stelpa sem er send er sú sem er stigahæst af okkur fimm,“ segir Þuríður Erla. Hún segir þátttöku á Evrópumótinu líklega.Vísir/AntonAllar spenntar „Það er búið að ræða við okkur fimm og það hljómaði eins og það væru allar spenntar fyrir þessu. Ég býst því við því að við séum allar að fara á Evrópumótið því um leið og við förum ekki allar þá er þetta búið fyrir allar. Það er því eins gott að það láti allar sjá sig á Evrópumótinu,“ segir Þuríður Erla létt en það á eftir að koma betur í ljós hvað þær þurfa að gera í apríl. „Það hefur verið sagt við okkur að þetta sé fínn möguleiki en ég passa mig að gera mér ekki of miklar vonir,“ segir Þuríður Erla sem er bjartsýn á að þær mæti allar.Gott að fá EM á ferilskrána „Evrópumótið er það stórt mót að það er gott að fá það inn á mótaskrána sína. Ég held að það þurfi ekki að tala við þær því þær hljóta að vilja fara,“ segir Þuríður Erla. Krossfitstelpurnar þurfa því að vinna saman á Evrópumótinu í Noregi um leið og þær keppast við að tryggja sér eina Ólympíusætið sem er í boði en Þuríður Erla segir þær ekki vinna mikið saman við æfingarnar. „Ég æfi skammarlega lítið með þeim því maður býr á litlu landi og allar krossfitstöðvarnar eru nálægt hver annarri,“ segir Þuríður en hún er heldur ekki með fastan þjálfara og treystir að mestu á sjálfa sig. Það er nóg að gera hjá Þuríði Erla á hvorum tveggja vígstöðvunum og nóg af mótum í báðum greinum. Það gengur samt alveg upp að vera á fullu í báðum greinum.Passar vel saman „Þetta er allt öðruvísi keppni en þetta passar saman. Á síðasta ári sló ég nokkur met á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum í apríl og svo var Evrópumótið í krossfit í maí og þetta tvennt fór mjög vel saman og ég gat toppað á báðum stöðum í einu. Krossfitið er búið að afsanna þá kenningu að þú þurfir bara að lyfta til þess að verða sterkur. Við erum í fullt af þoli, í fimleikaæfingum og allt þetta hjálpar til að mínu mati,“ segir hún. Þuríður Erla er ein af fjölmörgum krossfitkonum sem er búnar að koma ólympískum lyftingum á kortið á Íslandi og hún er stolt af því að íslensku stelpurnar séu farnar að banka á dyr stórmótanna.Magnað að eiga möguleika „Mér finnst nógu magnað að við sem krossfitstelpur höfum náð að komast á heimsmeistaramótið að keppa við stelpur sem hafa æft ólympískar lyftingar frá því að þær voru mjög ungar. Þær eru sérhæfðar í þessu á meðan við erum bara búnar að vera í krossfit í fimm ár og frekar nýlega byrjaðar að lyfta. Það er magnað að við eigum möguleika á því að komast á svona stórmót og segir frekar mikið um það hvað krossfit er að gera góða hluti,“ segir Þuríður Erla að lokum.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira