Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn vonast eftir byrjunarliðssæti í landsliðinu. vísir/afp Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30